Upphaf göngu er í Fellabæ. Gengið inn veginn framhjá Skipalæk, yfir „Ekkjufellsbrekku“ og sveigt upp slóða til hægri nokkru innan við afleggjarann að Golfskálanum á Ekkjufelli. Gengið eftir slóðanum framhjá úithúsunum og sveigt upp og inn fyrir suðurenda golfvallarins. Þaðan er gengið undir klettum eftir gömlum slóðum að mestu. Þegar komið er fyrir enda klettanna er ágætt að stefna á gataklett hinum megin við djúpa klauf. Dálítið bratt er upp skógi vaxna brekkuna að gataklettinum. Áfram er gengið eftir Hrafnafellsmelnum undir Hrafnafellinu og fyrir endann á því og dálítið inn í Hrafnafellsklaufina milli Hrafnafells og Ekkjufells, til að komast á góðum stað upp á Ekkjufellið. Þaðan er svo gengið í norður eftir klettahryggjum í áttina að hæsta tindi Ekkjufells í 183 m. hæð (N65° 17.033- W14° 27.612). Best er að ganga aðeins til baka til að komast á þægilegan stíg sem liggur áfram út fellið með viðkomu hjá Grettistaki. Gengið áfram eftir slóða niður af fellinu og sveigt í áttina að skógarreit við kirkjugarðinn. Gengið meðfram kirkjugarði, niður á veg um sáluhliðið, þaðan út á þjóðveg að upphafsreit.


1: Ekkjufell
Ver detalle


Lugares de interés (POIs) del Mapa

Comentarios

comments powered by Disqus